UPPLÝSINGAR UM VINNSLU Á PERSÓNUGÖGNUM MEÐ KÖKUM OG ANNARRI VEFTÆKNI

Þessi vefsíða („vefsíðan“) er undir umsjón ŠKODA AUTO a.s, með skráða aðalskrifstofu að: tř. Václava Klementa 869, Mladá Boleslav II, 293 01 Mladá Boleslav, Tékklandi, póstnúmer: 29360, kennitala: 001 77 041, skráð hjá fyrirtækjaskránni sem er viðhaldið af héraðsdómnum í Prag, Skrá númer B 332 („ŠKODA AUTO“ eða „við“), í þeim tilgangi að veita þjónustu frá vefsíðunni til notenda („notandi“ eða „þú“).

Þessar upplýsingar um vinnslu á persónugögnum með vefkökum og annari veftækni („upplýsingar“ eða „yfirlýsing“) útskýra hvernig við vinnum úr persónugögnum um þig með hjálp veftækni. Þessi yfirlýsing telur sérstaklega með (i) hvaða veftækni vefsíðan getur notað (ii) úr hvaða persónugögnum við vinnum, (iii) hvernig og í hvaða tilgangi við notum og vinnu úr þessum gögnum, (iv) til hverra og hvert við sendum þessi gögn og (v) hvernig við verndum þessi gögn og hvaða réttindi þú hefur hvað varðar vinnslu á þessum gögnum.

Við gætum uppfært þessa yfirlýsingu öðru hverju. Allar breytingar á þessari yfirlýsingu verða birtar á vefsíðunni og þú verður látin(n) vita ef einhverjar efnislegar breytingar verða á henni.

Hvaða veftækni getur vefsíðan notað:

Við, ásamt ákveðnum utanaðkomandi aðilum sem veita efni, auglýsingar eða aðra virkni á vefsíðunni okkar, getum notað mismunandi tækni til að afla gagna og vinna úr þeim þegar þú ferð á vefsíðuna, sú tækni getur m.a. verið vefkökur og önnur tækni.

Vefkökur
Vefkökur (kökur) eru litlar skrár sem eru geymdar á tækinu þínu og hjálpa okkur að safna saman gögnum um virkni þína. Kökur leyfa okkur sérstaklega að vista stillingar þínar og kjörstillingar, muna aðgangsgögnin þín, veita sérsniðið efni og markaðsupplýsingar og hjálpa okkur að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar okkar eru vinsælastir svo og að greina virkni vefsíðunnar. Kökur geta komið frá okkur („kökur fyrstu aðila“) eða frá þriðju aðilum sem bjóða þjónustu sem við notum („kökur þriðju aðila“).

Stöðluð stilling flestra vafra er þannig að kökur eru sjálfkrafa samþykktar. Viðskiptavinurinn hefur þó möguleika á að stilla vafrann þannig að kökur birtist áður en þær vistast eða hafna þeim að fullu. Nánari upplýsingar um stillingar á kökum og breytingar á þeim hjá algengum vöfrum er að finna hér:

Google Chrome:
https://support.google.com/accounts/answer/61416?hl=en

Internet Explorer:
https://support.microsoft.com/en-gb/help/17442/windows-internet-explorer-delete-manage-cookies

Microsoft Edge:
https://privacy.microsoft.com/en-us/windows-10-microsoft-edge-and-privacy

Mozilla Firefox:
https://support.mozilla.org/en-US/kb/enable-and-disable-cookies-website-preferences

Opera:
http://www.opera.com/help/tutorials/security/privacy/

Safari:
https://support.apple.com/kb/PH19214?locale=cs_CZ&viewlocale=en_US

ŠKODA AUTO vill vekja athygli á því að breytingar á stillingum eiga alltaf aðeins við um ákveðinn vafra. Ef viðskiptavinur notar mismunandi vafra verður einnig að breyta stillingum fyrir hvern þeirra sérstaklega. Auk þess er hvenær sem er hægt að eyða kökum úr minnistækjum. Nánari upplýsingar er að finna í hjálparsvæði vafra eða stýrikerfis.

ŠKODA AUTO vill vekja athygli á því að breytingar á stillingum eiga alltaf aðeins við um ákveðinn vafra. Ef viðskiptavinur notar mismunandi vafra verður einnig að breyta stillingum fyrir hvern þeirra sérstaklega. Auk þess er hvenær sem er hægt að eyða kökum úr minnistækjum. Nánari upplýsingar er að finna í hjálparsvæði vafra eða stýrikerfis.

IP-tala
IP-tala er sérstakt númer sem er gefið tölvu eða öðru tæki sem sendir upplýsingar í gegnum netið. Í hvert skipti sem gögn eru send, verður þú að vita IP-tölu sendanda og móttakanda.

Greiningarrit
Greiningarrit eru smáir forritunarkóðar sem hægt er að nota til að fylgjast með notendum og hegðun þeirra á vefsíðum. Þetta getur verið grunneftirlit sem sýnir hvort notandi hafi farið á vefsíðu, eða nákvæmt eftirlit yfir aðgerðir, svo sem þegar vöru er bætt við í körfu, vara er valin, eyðublað sent o.s.frv. Greiningarrit geta sent uppsafnaðar upplýsingar til þriðja aðila, t.d. veitanda kóðans.

Unnin persónugögn:

Vefsíðan vinnur úr eftirfarandi flokkum persónugagna og gagna um þig: Notkun á vefsíðunni. Við vinnum úr gögnum um hvernig þú notar vefsíðuna á tölvunni þinni, símanum eða öðru tæki sem þú notar til að fara á vefsíðuna. Til dæmis getum við unnið úr:

  • Gögnum um tæki: módel fastabúnaðar, einkvæmt auðkenni tækis, MAC-vistfang, IP-tala, útgáfa stýrikerfis og stillingar tækisins;
  • Skrám: Tímasetning og tímalengd notkunar á vefsíðuni, leitargögn og allar upplýsingar vistaðar í kökum sem geta auðkennt vafrann þinn eða reikninginn;
  • Staðsetningargögnum: Gögn um staðsetningu þína sem eru fengin með ýmis konar staðsetningartækni, svo sem GPS, Wi-Fi aðgangspunktum, eða öðrum nemum sem geta veitt gögn um nærliggjandi tæki;
  • Öðrum gögnum: Gögn um notkun þína á vefsíðunni sem við getum unnið úr ef þú ferð á eða notar vefsíður eða forrit þriðju aðila til að vinna með okkur, og gögn um hvernig þú tekur þátt í efni vefsíðunnar.

Við getum sett saman fengin persónugögn um þig eða virkni þína við aðrar upplýsingar sem við öflum frá almennum heimildum þegar sem lög leyfa.

Tilgangur vinnslunnar og lýsing hennar:

Við vinnum úr persónugögnum og notum þau í eftirfarandi tilgangi:

Til að tryggja virkni vefsíðunnar. Persónugögn þín hjálpa okkur að tryggja virkni grunnaðgerða á borð við leiðsögu, aðgang að öruggum hlutum vefsíðunnar, hraða endurheimt á vefefni, eða auðkenni notanda. Vefsíðan getur ekki virkað rétt nema unnið sé úr gögnunum sem eru nauðsynleg í þessum tilgangi.

Til að vista kjörstillingar notanda á léninu á meðan lotan stendur yfir eða yfir hæfilega stutt tímabil. Persónugögn eru notuð til að auka þægindi notanda með því að vista gögn yfir stillingar þínar, svo sem tungumál, svæði, skjáupplausn, samþykki á kökum o.fl.

Til að vista kjörstillingar notanda á milli vefsíðna. Persónugögn eru notuð til að bæta upplifun notanda með því að tengja vefsíður við stillingar, svo sem tungumál, svæði, skjáupplausn, samþykki á kökum o.fl.

Til að fylgjast með umferð á vefsíðu: Fyrstu aðila greiningarkökur eru notaðar til að fylgjast með umferð. Þær kökur innihalda ekki einkvæmt auðkenni notanda.

Til að sjá tölur og greiningar yfir hegðun notenda. Persónugögn eru notuð til að búa til tölfræði, fylgjast með og greina hegðun notanda á mismunandi vefsíðum. Gögnin geta verið notuð til að búa til nafnlausar skýrslur. Hægt er að fletta upp notanda með því að bera saman persónugögn sem eru vistuð í innri gagnagrunnum.

Til að markaðssetja vörur og tengjast samfélagsmiðlum. Persónugögn þín eru notuð til að láta þig vita af vörum og þjónustu frá ŠKODA AUTO og þriðju aðilum, viðburðum, keppnum, fréttabréfum, auglýsingum og bæklingum. Sum persónugögn eru notuð til að sérsníða ofangreind skilaboð. Persónugögn þín eru líka notuð til að tryggja að vefsíður séu samtengdar við samfélagsmiðla og hægt sé að deila efni í gegnum þessa miðla.

Svona vinnum við úr gögnunum þínum:

Úrvinnsla á persónugögnum er m.a. söfnun, vistun á gagnaberum, röðun, notkun, geymsla og eyðing á persónugögnum, sjálfkrafa eða handvirkt til að uppfylla tilgang neðangreindra atriða.

Nauðsynleg/frjáls vinnsla á persónugögnum:

Við getum unnið úr sumum persónugögnum byggt á lögmætum hagsmunum fyrir ŠKODA AUTO eða þriðja aðila. Þetta á sérstaklega við um kökur sem unnið er úr til að

(i) tryggja virkni vefsíðunnar,
(ii) geyma kjörstillingar notanda á léninu á meðan lotan stendur yfir og
(iii) fylgjast með umferð á vefsíðunni.

Fyrir allan annan tilgang vinnum við aðeins úr persónugögnum þínum með samþykki þínu. Frjálst er að veita persónugögn fyrir slíka vinnslu svo þér er ekki skylt að veita slík gögn. Ef þú hefur ekki veitt okkur samþykki þitt munum við þess vegna ekki vinna persónugögn þín af þessum ástæðum.

Tímabil vinnslu:

Hvað varðar kökur sem eru notaðar til að tryggja virkni vefsíðunnar er vinnslu hætt eftir að lotunni lýkur. Hvað varðar kökur sem eru notaðar til að vista kjörstillingar notanda á léninu á meðan lotan stendur yfir eða yfir hæfilega langt tímabil, og er unnið úr byggt á lögmætum hagsmunum, er unnið úr þeim í 6 mánuði eftir að seinustu lotu notanda lauk. Hvað varðar vinnslu byggða á samþykki er unnið úr persónugögnum yfir það tímabil sem gefið er upp á samþykkisyfirlýsingunni eða þar til samþykki er dregið til baka.

Úrvinnsluaðilar eða viðtakendur sem við gætum sent persónugögnin til:

Í rökstuddum tilfellum megum við senda öfluð og veitt persónugögn til annarra aðila, sem eru: Markaðsskrifstofur, systurfyrirtæki, veitendur greiningar- og tölfræðiþjónustu

Google Analytics
Þessi vefsíða notar Google Analytics frá Google, Inc. ("Google"), sem notar kökur til að greina hvernig notendur nota þessa vefsíðu. Vefsíðan notar sérstaklega eftirfarandi þætti:

Google Analytics - Eftirlit með stöðu reiknings og frammistöðu, samantekt yfir markhóp, virkir notendur, notandakönnuður, greiningarmarkhópur, gæði gesta, líkindi á breytingum, samanburðarskýrslur, lýðfræði og áhugahópar, skýrslur um notandaflæði, Adwords skýrslur;

DoubleClick Digital Marketing - Samþætting á Doubleclick Campaign Manager, virkjun á endurmarkaðssetningar- og auglýsingaskýrslum í greiningum, kjörstilling efnismarkaðssetningar, kjörstilling á markaðssetningu í gegnum leitarvél, vefhraði;

AdSense - AdSense í greiningu, greiningarhópamyndun, síðuleit, viðburðir, skýrsla um hegðunarflæði, markmiðasköpun og stjórnun, markmiðaflæði, tilvísun, skýrsla um yfirtöku, hegðun notanda.

Þær upplýsingar sem myndast með köku um notkun á vefsvæðinu (þar með talið IP-talan) kunna að verða sendar til og geymdar hjá Google á miðlurum í Bandaríkjunum. Google mun nota þessar upplýsingar til að meta notkun á vefsíðunni og til skýrslugerðar um slíka notkun fyrir rekstraraðila þess og útvegun á annarri þjónustu sem tengist aðgerðum á vefsíðunni og almennri notkun á Internetinu. Google kann einnig að veita þriðja aðila þessar upplýsingar ef lög krefjast þess, eða ef slíkir þriðju aðilar vinna úr gögnunum fyrir hönd Google. Hægt er að afvirkja notkun á kökum á vefsíðunni eins og lýst er hér að ofan eða með því að breyta viðeigandi stillingum í vafranum, en ef þú gerir það fyrir allar gerðir af kökum áttu ekki eftir að geta notað alla eiginleika vefsíðunnar.

Til að afþakka eftirlit frá Google Analytics á öllum vefsíðum skaltu fara á: https://tools.google.com/dlpage/gaoptout

Til að fá frekari upplýsingar um Google Analytics og vernd persónugagna, sjá: http://www.google.com/intl/en/privacy/privacy-policy.html.

Facebook
Þessi vefsíða nota greiningarkökur, pixla og aðra tækni frá Facebook, Inc. („Facebook“) sem leyfir söfnun eða öflun upplýsinga frá vefsíðunni og öðrum síðum á netinu, þar sem þessar upplýsingar geta verið notaðar af Facebook til að veita auglýsingamælingar og miðunarþjónustu. Ef samþykki fyrir söfnun með kökum á vefsíðunni er dregið til baka eða ef slökkt er á kökum í vafra, getur þú bundið enda á söfnun og notkun á upplýsingunum af hálfu Facebook, en ef þú gerir það fyrir allar gerðir af kökum getur þú ekki notað allar aðgerðirnar á þessari vefsíðu.

Hotjar
Þessi síða notar Hotjar-þjónustuna frá fyrirtækinu Hotjar Ltd, sem notar vafrakökur sem gera kleift að greina hvernig notendur nýta sér vefsíðuna. Hotjar er verslunarþjónusta gerir kleift að rekja og greina hreyfingar/smelli tölvumúsar á tiltekinni vefsíðu. Þetta auðveldar okkur að bæta notendaupplifunina stöðugt til að gera vefsvæðið notendavænna. Hotjar-þjónustan byggir á notkun vafrakaka. Til að hætta þátttöku í þjónustu Hotjar skaltu fara á: https://www.hotjar.com/legal/compliance/opt-out 

Aðrir aðilar
Að móttekinni beiðni er hægt að veita opinberum aðila persónugögn þín, sérstaklega dómstólum, tékknesku lögreglunni og öðrum löggæsluaðilum að því marki sem nauðsynlegt er og innan löglegra marka.

Uppruni persónugagnanna:

Beint frá þér.

Sending á persónugögnum til annarra landa:

Í tengslum við vinnsluna gætu persónugögn þín verið send til eftirfarandi utanaðkomandi landa, þ.e. landa utan EES.

Í tengslum við Google Analytics og/eða notkun á greiningarkökum og annarri ofangreindri veftækni frá Facebook gætu persónugögn þín verið send til vefþjóna sem eru staðsettir í Bandaríkjunum. Slíkar sendingar eru löglegar byggt á ákvörðun Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um tilhlýðilega vernd persónugagna og viðeigandi vottun á þriðju aðilum samkvæmt persónuverndarskildinum, sem er sameiginleg löggjöf á milli Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, til að tryggja tilhlýðilega vernd persónugagna fyrir sendingu á þeim til Bandaríkjanna, eins og skilgreint er í viðeigandi ákvörðun Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Vinnsla á gögnum byggt á slíkum sendingum krefst ekki uppfyllingar á öðrum lagalegum skilyrðum.

Fyrir frekari upplýsingar má fara á: http://www.skoda-auto.com/data-privacy

Sjálfvirk ákvarðanataka á grunni persónugagna sem gætu verið lagalega mikilvæg eða mikilvæg á annan hátt:

Engin sjálfvirk ákvarðanataka verður gerð sem hluti af þessari vinnslu.

Aðrar upplýsingar

Persónugögn kunna að vera geymd vegna almannahagsmuna og notaðar fyrir vísindalegar, sögulegar eða tölfræðilegar rannsóknir.

Við höfum enga stjórn á efni utanaðkomandi vefsíðna sem eru með tengla á vefsíðunni okkar. Við berum enga ábyrgð á úrvinnslu persónugagna þinna á utanaðkomandi vefsíðum. Þessir tenglar eru veittir sem þjónusta fyrir notendur og þá skal nota á eigin áhættu.

Til að tryggja hámarks vernd gegn óleyfilegum aðgangi eða óleyfilegum breytingum, birtingu eða eyðingu gagna sem við söfnum og vinnum úr, höfum við gripið til tilhlýðilegra skipulags- og tæknilegra aðgerða, þar á meðal efnislegra, rafrænna og skipulagslegra ferla til að vernda og tryggja upplýsingarnar er safnað er í gegnum þessa vefsíðu. Viðkvæm gögn og/eða persónugögn sem þú hefur slegið inn á vefsíðunni okkar eru dulkóðuð og vernduð með SSL vottorði. Þrátt fyrir það sem hefur verið tekið fram getum við ekki tryggt öryggi persónugagna þinna ef þú sendir þau eða ef þú ferð með persónugögn þín á óöruggan hátt.